Við, fólkið í landinu, veitum stjórnvöldum andspyrnu og stöndum fyrir mótmælum

Fólkið sem mótmælir sölu Íslandsbanka

Þú ert rekinn Bjarni

Þér var treyst en þú ert ekki traustsins verður. Þú neyddist til að segja af þér sem fjármálaráðherra. Og þér er ekki treystandi til að setjast í annað ráðuneyti. Þú ert rekinn. Gangi þér vel að finna aðra vinnu.

Við, fólkið í landinu krefjumst þess að stjórnvöld fari að vilja almennings í öllum mikilvægum málum, stjórni í takt við afstöðu mikils meirihluta fólks en þjóni ekki einungis hagsmunum hinna fáu.

Við viljum búa við lýðræði.

Við, fólkið í landinu er andófs- og mótmælahópur sem mun veita stjórnvöldum andspyrnu þegar þau fara augljóslega gegn almannavilja. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári og eru þau nýtt til að greiða kostnað við ýmiskonar mótmæli. Þau sem skrá sig í félagið fyrir 17. júní teljast stofnfélagar.

Við fólkið í landinu — Deila á Facebook